Vegna Covid

 Í kjölfarið að smitum hefur fjölgað á okkar svæði sem TÁT nær yfir gerum við þessar breytingar á starfsemi skólans vegna COVID 19.

 

  •  Einkakennsla verður samkvæmt stundaskrá og breytist ekki hjá nemendum skólans nema að annað verði ákveðið.
  • Kennsla breytist hjá nokkrum nemendum til að minnka að kennarar skólans séu að fara á margar starfsstöðvar í viku og munu kennarar hafa samband við þá nemendur sem við á.
  • Ráðstafanir um þrif hafa verið hertar í skólanum, allir sem koma inn í skólann eiga að byrja að þvo sér um hendur áður en farið er inn í stofu og handhreinsivökvi staðsettur í öllum stofum.
  • Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu en önnur grunnskólabörn eru með grímuskyldu í Tónlistarskólanum.
  • Ekki er fleiri en tíu einstaklingum, þ.e. starfsfólki og nemendum, heimilt að vera í sama rými í einu, en gæta þarf að því að ekki verði um frekari blöndun hópa að ræða en í skólastarfi.
  • Andlitsgrímur skulu notaðar í öllu starfi með nemendum þar sem því verður við komið. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, skulu bera andlitsgrímur.
  • Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notast sé við andlitsgrímu.
    • Við sleppum allri hópkennslu þessa viku, tónfræði, samspili og hljómsveitum og reynum að hafa fleiri hópa og styttri tíma á hvern hóp. Þeir foreldrar sem óska eftir fjarkennslu næsta hálfa mánuðinn eða svo, hafa samband við viðkomandi kennara.
    • Tónlistarskólinn fellir niður vegna samkomubanns alla tónleika og tónfundi, (Hausttónleikar) um óákveðinn tíma frá mánudeginum 2. nóvember, þangað til annað  verður ákveðið.
    • Í staðin fyrir tónleika verða tekin upp vídeó af nemendum skólans og sent á foreldra.
    • Við skoðum síðan form á  jólatónleikum þegar nær dregur jólum.

 

 

 

  • Kennarar sjá um að þrífa hljóðfærin á milli nemenda og síðan eru allir sameiginlegi snertifletir þrifnir á hverjum degi, sem og með  öðrum þrifum.
  • Ef upp kemur grunur um COVID smit meðal nemenda tónlistarskólans, er þeim bent á að hafa tafarlaust samband við upplýsingasíma 1700 og leita sér upplýsinga á vefsíðunni www.covid.is.
  • Ef að koma upp spurningar hjá foreldrum eða forráðamönnum þá endilega hafið þið samband í síma 8982516 (Maggi) eða 8489731 (Valdi) og ef að koma upp veikindi hjá nemendum að láta skólann vita.