Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2024.

Gjaldskrá 2024.

Börn:

Heilt nám 91.835. kr.          Aukahljóðfæri, fullt nám 65.775. kr.

Hálft nám 61.465. kr.         Aukahljóðfæri, hálft nám: 51.291. kr.

Kór 5.613. kr.

Fullorðnir:

Heilt nám: 119.420. kr.

Hálft nám: 84.210. kr.

Fullorðnir greiða alltaf fullt gjald, afsláttur reiknast frá fyrsta barni.

 1. Barn greiðir 100%

 2. Barn greiðir 80%

 3. Barn greiðir 60%

 4. Barn greiðir 40%

Hljóðfæraleiga.

Skólinn leigir út hljóðfæri á sanngjörnu verði og eiga nemendur kost á því að halda þeim í allt að 2 ár. Tónlistarskólinn leigir nemendum strokhljóðfæri í barnastærðum. Einnig eru flest blásturshljóðfæri leigð út eitt til tvö fyrstu árin. Sama gildir um harmóniku og minni gítara.

Hljóðfæraleiga er 12.459. kr. yfir veturinn. Þegar tvö ár eru liðin af námi, má reiknað með að nemendur eignist sín eigin hljóðfæri.

Leigutaki skuldbindur sig einnig til að standa straum af viðgerðarkostnaði ef þörf krefur.

Skólinn kostar hins vegar eðlilegt viðhald hljóðfærisins.

Við ráðleggjum leigutökum hljóðfæra að kanna tryggingar hjá sínu tryggingafélagi og semja e.t.v. um sérstaka hljóðfæratryggingu fyrir nemendur fyrstu 2. árin.

Brottfall úr námi

Staðfestingargjald 25% og greiðist í upphafi skólaárs, sá hluti af skólagjaldinu óafturkræfur ef að nemandi hefur nám, eftirstöðvum er síðan skipt í þrjár greiðslur á þá nemendur sem halda áfram námi.

Ef að umsókn hefur verið samþykkt um nám í skólanum og af einhverjum ástæðum nemandi hættir við áður en kennsla hefst, falla allar greiðslur niður.

Skólaárinu er skipt í tvær annir og eru annaskipti 15. janúar ár hvert, ef að nemandi hættir í skólanum á miðri önn borgar viðkomandi nemandi alla önnina, 

Skólagjöldum skipt í fjóra gjalddaga fyrir heilsársnemendur okt. – des – feb. – apr.