Tónlistarupplifun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Í næstu viku munu verða viðburðir hjá tónlistarskólanum sem hafa ekki verið áður og kallast „Tónlistarupplifun“ Þetta kemur til vegna kjarasamningsákvæðis sem kallað er „Stytting vinnuvikunnar“ Í vetur munu kennarar nýta sér ákvæði um að safna saman styttingunni yfir veturinn og taka út í frídögum í samræmi við starfshlutfall.
Til þess að þetta sé hægt, þarf að bæta nemendum upp þá kennslustund sem fellur niður vegna styttingarinnar. Verður það gert með þessum viðburðum. (Sjá dagskrá í auglýsingu)
Við leggjum ríka áherslu á að nemendur komi og nýti sér viðburðinn sem í boði er og geta valið hvar þeir mæta, Sigló, Óló eða Dalvík. (Sjá auglýsingu)
Skíðabraut 12. Dalvík Aðalgötu 13. Ólafsfirði Aðalgötu 27. Siglufirði Sími á skrifstofu: Dalvík 4604990 Ólafsfirði 4649210 Siglufirði 4649130 Netfang: tat@tat.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: tat@tat.is eða í síma D: 4604990 og F: 4649210