Nú hefst skólastarf að nýju í tónlistarskólanum á mánudaginn 4. maí samkvæmt stundaskrá fyrir fjarkennslu.
Zsuzsanna mun kenna áfram í fjarkennslu vegna sérstakra aðstæðna sem hún eru í, en aðrir kennarar fara á sína hefðbundnu starfsstöðvar.
Einnig munu tónfræði, samspil sem og aðrar hópgreinar skólans byrja í næstu viku fyrir 1. – 10. bekk samkvæmt stundaskrá.
Við höfum ákveði að vera með litla tónleika án foreldra og gesta fyrir þá nemendur sem vilja og streyma þeim út á netið.
Við erum helst að hugsa um grunnskólaaldurinn 1. – 10. bekk á þessa tónleika, en gefum öllum eldri nemendum skólans frí frá tónleikahaldi þetta vorið.
Nemendur og foreldrar þurfa að gefa samþykki fyrir upptökunni, þeir sem vilja ekki upptöku verða síðastir á tónleikum og þá er slökkt á upptöku.
Nemendur og foreldrar láti kennara vita um þá nemendur sem vilja ekki vera á upptökum.
Kennarar hafa samband við sína nemendur og setja upp tónleika fyrir þá sem vilja taka þátt og við höfum eins fáa kennara á tónleikum eins og hægt er.
Skólaslit verða ekki með hefðbundnu sniði eins og hefur verið síðustu árin en foreldrum og nemendum verður sendur samantekt vetrarins ásamt umsögnum nemenda fyrir veturinn 2019 -2020.
Skíðabraut 12. Dalvík Aðalgötu 13. Ólafsfirði Aðalgötu 27. Siglufirði Sími á skrifstofu: Dalvík 4604990 Ólafsfirði 4649210 Siglufirði 4649130 Netfang: tat@tat.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: tat@tat.is eða í síma D: 4604990 og F: 4649210