Starfsemi Tónlistarskólans vegna COVID 19. veirunnar.

Nokkrar breytingar verða á starfsemi Tónlistarskólans vegna COVID 19. veirunnar.

Tónlistarskólinn fellir niður vegna samkomubanns alla Tónleika, tónfundi, hóptíma, tónfræði, samspil, frístund og hljómsveitarstarf um óákveðinn tíma frá mánudeginum 16. mars, þangað til annað  verður ákveðið.

Einkakennsla verður samkvæmt stundaskrá og breytist ekki hjá nemendum skólans í Dalvíkurbyggð, en í Fjallabyggð verða kennarar með kennslu þar sem nemendur eru staðsettir.

Kennsla breytist hjá nokkrum nemendum til að minnka að kennarar skólans séu að fara á margar starfsstöðvar í viku.

Ráðstafanir um þrif hafa verið hertar í skólanum, allir sem koma inn í skólann eiga að byrja að þvo sér um hendur áður en farið er inn í stofu og handhreinsivökvi staðsettur í öllum stofum.

Kennarar sjá um að þrífa hljóðfærin á milli nemenda og síðan eru allir sameiginlegi snertifletir þrifnir á hverjum degi, sem og með  öðrum þrifum.

Ef upp kemur grunur um COVID smit meðal nemenda tónlistarskólans, er þeim bent á að hafa tafarlaust samband við upplýsingasíma 1700 og leita sér upplýsinga á vefsíðunni www.covid.is.

Ef að koma upp spurningar hjá foreldrum eða forráðamönnum þá endilega hafið þið samband í síma 8982516 (Maggi) eða 8489731 (Valdi) og ef að koma upp veikindi hjá nemendum að láta skólann vita.