NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla fór fram um síðustu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tónlistarskólar landsins eru um 80 talsins og um 14.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Fyrir hönd TÁT tóku þrír nemendur þátt í Hofi en það voru þær Sigurlaug Sturludóttir, Júlía Rós Þorsteinnsdóttir og Lea Dalstein Ingimarsdóttir. Hér eru myndbönd með flutningi í Hofi og þið klikkið á nöfnin til að skoða myndböndin. Sigurlaug, Júlía og Lea.
NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Að Nótunni standa Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Síðustu tvö ár hefur ekki verið unnt að halda þessar uppskeruhátíðir með hefðbundnu sniði og er afar ánægjulegt að geta komið saman á ný og notið afraksturs skólastarfsins, á sama tíma og við vonandi kveðjum Covid-19 fyrir fullt og allt. Árið 2020 þurfti að fresta 10 ára afmælishátíð Nótunnar vegna Covid-19 og í fyrra fór fram Net-Nótan þar sem tónlistarskólar sendu inn myndbönd sem saman mynduðu sjónvarpsþætti á N4.
Grunnhugsun uppskeruhátíðar tónlistarskóla byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á ólíkum aldri og öllum stigum tónlistarnámsins. Fyrirkomulagi hátíðarinnar er ætlað að endurspegla ólík viðfangsefni tónlistarnemenda og það fjölbreytta starf sem fram fer innan tónlistarskóla
Skíðabraut 12. Dalvík Aðalgötu 13. Ólafsfirði Aðalgötu 27. Siglufirði Sími á skrifstofu: Dalvík 4604990 Ólafsfirði 4649210 Siglufirði 4649130 Netfang: tat@tat.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: tat@tat.is eða í síma D: 4604990 og F: 4649210