Sjónvarp Símans, mbl.is, Góa, KFC og Sena Live standa fyrir Jólastjörnunni 2022, söngkeppni fyrir unga snillinga sem nú er haldin ellefta árið í röð.
Nemandi okkar í Tónlistarskólanum, Lea Dalstein Ingimarsdóttir, er ein af þeim sem komst inn í keppnina 2022. Þetta verður skemmtilegt ferli fyrir Leu að far í gegnum, með bæði bestu og frægustu stjörnum Íslands. Við að sjálfsögðu óskum Leu til hamingju með valið og hún á eftir að verða sér og skólanum til mikils sóma.
Sigurvegarinn kemur fram í Laugardalshöllinni með aragrúa af stjörnum 17. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.
Þátttakendur syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptöku af söngnum.
Dómnefnd velur þá tólf söngvara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í prufur sem munu skera úr um hver verður Jólastjarnan 2022. Sjónvarp Símans gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þættir sýndir seinni hluta nóvember og byrjun desember. Í fyrstu tveimur koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn afhjúpaður.
Lagaval er algjörlega frjálst; lagið sem sungið er má vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund og tungumáli sem hver og einn vill.
Skíðabraut 12. Dalvík Aðalgötu 13. Ólafsfirði Aðalgötu 27. Siglufirði Sími á skrifstofu: Dalvík 4604990 Ólafsfirði 4649210 Siglufirði 4649130 Netfang: tat@tat.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: tat@tat.is eða í síma D: 4604990 og F: 4649210