Fréttir úr TÁT 20.03.2020.

Kæru foreldrar, nemendur og forráðamenn,  þessi vika hefur farið í það að undirbúa okkur fyrir komandi vikur og mánuði. Við höfum verið að færa nemendur á milli kennara til að minka hættu á smiti á milli sveitafélaga.

Samkomubann er í gildi og verða ekki tónfundir, tónleikar, tónfræði, samspil og hljómsveitaræfingar á meðan bannið er í gildi.

Sumir kennarar verða með fjarkennslu meðan faraldurinn stendur yfir og munum við hjálpa ykkur með tæknilega aðstoð ef þið þurfið. Hugsanlega gætu orði fleiri sem bættust í þann hóp en við tökum bara ein og einn dag einu meðan við erum að vinna okkur í gegnum þetta tímabil.

Tónfræðigreinar verða kenndar í gegnum visku og munu nemendur fá verkefni send heim í pósti, sem þau vinna heima taka síðan mynd af verkefninu og senda til baka á tónfræðikennarann. Þarna verða foreldra að hjálpa til ef að nemendur hafa ekki póstfang.

Við erum búin að setja bann við óviðkomandi heimsóknum í TÁT,  þar mega bara nemendur, kennarar og annað starfsfólk koma inn í Tónlistarskólann.

Ráðstafanir um þrif hafa verið hertar í skólanum, allir sem koma inn í skólann eiga að byrja að þvo sér um hendur áður en farið er inn í stofu og handhreinsivökvi staðsettur í öllum stofum. Kennarar sjá um að þrífa hljóðfærin á milli nemenda og síðan eru allir sameiginlegi snertifletir þrifnir á hverjum degi, sem og með  öðrum þrifum.

Ef upp kemur grunur um COVID smit meðal nemenda tónlistarskólans, er þeim bent á að hafa tafarlaust samband við upplýsingasíma 1700 og leita sér upplýsinga á vefsíðunni www.covid.is.

Ef að koma upp spurningar hjá foreldrum eða forráðamönnum þá endilega hafið þið samband í síma 8982516 (Maggi) eða 8489731 (Valdi) og ef að koma upp veikindi hjá nemendum að láta skólann vita.

Góða helgi