Heil og sæl
Það verða smá breytingar á vorönn í Fjallabyggð sem viðkemur greiðslum á skólagjöldum Tónlistarskólans. Í Fjallabyggð er verið að taka upp nýtt frístundarstyrkjakerfi sem heitir Sportabler, sem verður ekki klárt fyrir TÁT fyrr en í ágúst 2022.
Frístundastyrkur Fjallabyggðar, fyrir 4.-18. ára börn er kr. 40.000 fyrir árið 2022 og hægt að nýta hann vegna skólagjalda í TÁT. En þar sem ekki er tilbúin tenging milli skráningarkerfis TÁT og Sportabler fyrr en næsta haust er ekki hægt að nýta frístundastyrkinn sjálfvirkt inn í Sportabler eins og t.d. hjá íþróttafélögum.
Tvær greiðslur af tónlistargjöldum eru eftir í febrúar og apríl og verður það fyrirkomulag haft á að ef foreldrar vilja nýta frístundastyrk upp í skólagjöld þurfa þeir að greiða reikninginn fyrst og fara síðan með kvittun upp í Ráðhús (Ríkey deildarstjóri) og láta vita hvað mikið af styrknum þau ætla að nota í tónlistarnámið. Styrkurinn yrði þá millifærður á greiðanda gjaldanna.
Þetta skapar óhjákvæmilega óþægindi fyrir ykkur en við vonum að þetta gangi upp fyrir sem flesta og ef að ykkur vantar meira af upplýsingum um þetta fyrirkomulag á vorönn, þá endilega sendið á mig póst á maggi@tat.is.
Bestu kveðjur
Skíðabraut 12. Dalvík Aðalgötu 13. Ólafsfirði Aðalgötu 27. Siglufirði Sími á skrifstofu: Dalvík 4604990 Ólafsfirði 4649210 Siglufirði 4649130 Netfang: tat@tat.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: tat@tat.is eða í síma D: 4604990 og F: 4649210