Styrktarsjóður Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Skipulagsskrá Styrktarsjóðs TÁT

Styrktarsjóðs Tónlistarskólans á Tröllaskaga

1. gr.

Sjóðurinn heitir styrktarsjóður Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

2. gr.

Heimili og varnarþing sjóðsins er í Dalvíkurbyggð.

3. gr.

Stofnendur sjóðsins eru rekstaraðilar Tónlistarskólans, sem eru Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

4. gr.

Sjóðurinn mun starfa i nánum tengslum við Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

5. gr.

Markmið sjóðsins er að styrkja unga nemendur og tónlistarmenn, sem hafa  staðið sig vel í námi í TÁT og sinni heimabyggð og vilja afla sér meiri menntunar.

Hægt er að sækja um styrk til áframhaldandi náms í öðrum sveitafélögum, eða í formi námskeiða, masterklass, tónleikahalds og öðru sem tengist tónlist á Tröllaskaga.

6. gr.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn þá er reikningsnúmerið sjóðsins 0133-15-005580 og kennitalan 6205982089.

7. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

a) Vextir af stofnfé

b) Verðbætur af stofnfé

c) Framlag og gjafir til sjósins

d) Aðrar tekjur en að framan greinir

Stofnfé sjóðsins má eigi skerða að raungildi. Sjóðinn ber að ávaxta

með tryggum hætti. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á sjóðnum og ávöxtun hverju sinni.

8. gr.

Stjórn sjóðsins er skólanefnd TÁT og úthlutar styrkjum úr sjóðnum árlega og eru umsóknir teknar inn til skoðunar frá janúar - apríl.

Þeir aðilar sem sækja um styrk, þurfa að skila inn til stjórnar, upplýsingum um kostnað og framkvæmd verkefnis, sem miðast við 1. Júní til 31. Desember.

Tekið skal fram að í þennan sjóð geta einungis þeir sótt um, sem eiga lögheimili  í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Stjórn sjóðsins skipa:

Formaður: Tómas Atli Einarsson

Meðstjórnendur: Þórhalla Karlsdóttir, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Starfsmenn: Gísli Bjarnason, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Magnús G Ólafsson.

Trúnaðarmaður kennara: Ave Kara Sillaots.

9. gr.

Ef ekki er úthlutað úr sjóðnum, er sjóðnum heimilt að rástafa ávöxtun til búnaðarkaupa fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga, eða að þeir leggist inn á höfuðstól sjóðsins.

10. gr.

Ef að sjóðurinn verður lagður niður, skal sjóðnum skipt á milli rekstraraðila Tónlistarskólans.

11. gr.

Stjórn sjóðsins verður með reglur sjóðsins í endurskoðun á hverju skólaári.

12. gr

Heimasíða sjóðsins er https://www.tat.is

Netfang tat@tat.is

Símanúmer 8982516.

Sækja um styrk HÉR